Jólatungl

Jólatungl nefnist það nýtt tungl sem markar upphaf þess tunglmánaðar sem Þrettándinn lendir í og því kviknar það ætíð um og eftir miðjan desember ár hvert þar sem Þrettándinn er þann 6. janúar og hver tunglmánuður að meðaltali 29,53 dagar svo það er því það tungl sem kviknar á milli um 8. desember og Þrettándans.

Jafnframt stýrir það annarsvegar hvenær Vetrartungl sé, því það er það tungl sem kviknar tvem tunglmánuðum fyrir Jólatungl og er það tungl í kringum eða nærri Fyrsta vetrardag og þar með upphaf vetrarmisseris Íslenska misseristalsins.

Hinsvegar stýrir það ásamt Páskatunglinu hvaða tungl eru Þorratungl og Góutungl því það eru næstu tvö tungl milli Jólatungls og Páskatungls en þau eru oftast tvö.

Þó þar sem Páskatunglið lítur sinni eigin reiknireglu óháð Jólatunglinu geta milli þess og Jólatunglsins orðið þrjú tungl ef Páskar eru mjög seint á árinu. Kallast þá næsta tungl eftir Jólatunglinu Aukatungl og svo taka þau Þorra- og Góutungl við fram að Páskatungli.

Því stýrir ár hvert hvenær Jólatunglið kviknar þremur og stöku sinnum fjórum öðrum tunglum sem eiga sér sérnöfn í misseristalinu.

Sumartungl kallast síðan næsta tungl eftir Páskatungl og er það almennt nærri Sumardeginum fyrsta og þar með upphaf sumarmisseris misseristalsins.

Heimildir og ýtarlegri lesning
▶︎ Almanaksvefurinn, Jóladagur
▶︎ Almanak Háskóla Íslands, Þorratungl og páskatungl
▶︎ Almanak Háskóla Íslands, Jólatungl og nöfn tungla misseristalsins
▶︎ Almanaksvefurinn, Vetrartungl
▶︎ Almanaksvefurinn, Þorratungl
▶︎ Almanaksvefurinn, Páskatungl