Askasleikir kemur sjötti Jólasveina til byggða þann 17. Desember og hugsanlega með hnupli sínu gerði mörgum meiri greiða en nokkur vissi af.
Það kom nefnilega Íslendingum illa í koll að setja aska sína frá sér ef eitthvað var í þeim eftir fyrir Hunda og Ketti að sleikja að innan því þeim ómeðvitandi barst hinn mikli vágestur Sullaveikibandormurinn einmitt í fólk frá þeim Hundum sem báru lirfur hann í sér og leið lirfanna var einmitt þessi að Hundar og menn skyldu borða úr sömu matarílátunum.
Askasleikir ekki verandi Hundur eða að minstakosti er ekkert sem bendir til þess gat því verið með hnupli sínu að gera mörgum mikinn en ómeðvitaðan kanski ekki síst sér sjálfum greiða og bjargað manni og öðrum undan því að veikjast af Sullaveiki sem drap allt of marga að óþörfu sökum vanþekkingar fólks á þessari grunn þrifnaðarreglu sem fólk ætti að viðhafa ennþann dag í dag þau sem eiga Hunda að aldrei leyfa Hundinum sínum að koma nálægt nokkru mataríláti sem það sjálft notar.
Ekki svo að Sullaveikibandormurinn sé neinstaðar á sveimi núorðið að minstakosti getur sárasjaldan af ferðum hans en það eru ýmsir aðrir Bandormar og og óværur sem fólk er líklegast að smitast af hundum sínum.
Því væri allsekki svo vitlaust að ráða hann staulann í vinnu allt árið hjá Landlæknis embættinu í forvarnarstarf fyrir Hundaeigendur og fræða þá um þrif á öskum, nei ég meina diskum og öðrum matarílátum sem fólk í kæruleysi sínu og misskildum kærleik leyfir Hundum sínum að sleikja leifarnar af kvöldmatnum af.
En þó held ég það harla ólíklegt að fingralangur vilji hann hætta að vera og nenna til að vinna 40 stunda vinnudag hjá Ríkisstofnun væri honum vart að skapi.
Svo ef letin ætlar ykkur lífs að drepa eftir að hafa kýlt vömbina í kvöld og nennið ekki að ganga frá óhreinum matarílátum í uppþvottavélina ómeðvituð um að í skjóli nætur kemst Hundurinn léttilega upp á eldhúsborð eftir að þið eruð farin að sofa og etur restina af kjötinu og sleikir alla sósuna þótt hann fúlsi við Kartöflunum og Rauðkálinu.
Þá eigi þið ykkur ómeðvitað einn hauk í horni í nótt sem bjargað gæti ykkur frá bráðri mögulegri Bandormshættu því um leið og þið slökkvið ljósin sanniði til Askasleikir mun sem ör verða á undan hundinum að ykkar matardöllum og gljásleikja þá og hann fúlsar ekki við Rauðkálinu og Kartöflunum meðan rakkinn ringlaður vitandi ekki hvað á sig stendur veðrið má sjá slefandi á eftir öllum kræsingunum sem þið gátuð ekki torgað hverfa í gin þessa fingralanga næturgests sem óðara síðan er horfinn aftur út í nóttina því á Jólaföstunni er það frekar dygð heldur en hitt að geima uppvaskið til morguns því það á allt að vera svo afslappað og huggulegt og ekkert stress.
Því er fingralangur Askasleikir á hraðri eins mikilli yfirferð vömb hans leyfir því kræsingum nútímans feikn er nóg allólíkur bróður sínum sísvöngum Þvörusleiki vöxnum eins og spíta eða spjót.
Um hann kvað Jóhannes úr Kötlum
- Sá sjötti Askasleikir,
var alveg dæmalaus.-
Hann fram undan rúmunum
rak sinn ljóta haus.
- Þegar fólkið setti askana
fyrir kött og hund,
hann slunginn var að ná þeim
og sleikja á ýmsa lund.
Heimildir og ýtarlegri lesning
▶︎ Wíkipedía, Askasleikir
▶︎ Íslenski Almanaksvefurinn, Íslensku Jólasveinarnir