Í dag, 8. mars er hinn árlegi Baráttudagur kvenna sem rekja má allt aftur til 1909 og Íslenskar konur tóku upp sem baráttudag um 1932.
Barátta kvenna sem í upphafi var fyrst og fremst fyrir kosningarétti kvenna til jafns á við karlmenn, sem tókst að berja í gegn víðast hvar þótt ekki hafi ennþá allar konur í heiminum kosningarétt á við karla í sumum ríkjum heimsinn enn þann dag í dag núna meir en öld seinna.
Jafn kosningaréttur sem okkur þykir orðið svo sjálfsagður í dag að við munum sjaldnast eftir því að fyrir honum þurfti að berjast með hnúum og hnefum er því enn í fullu gildi að berjast fyrir og vonandi fer sá sjálfsagði réttur að verða viðurkenndur um allan heim.
Baráttan um jafnan rétt til allra hluta ætti að vera hverjum ljóst að sé eðlileg og réttmæt krafa. Að helmingur mannkyns njóti einhverra forréttinda fram yfir hinn helminginn grundvallaðann á kyni er ekkert náttúrulögmál heldur mannanna verk og því er jafn gild ástæða ennþá í dag til að halda baráttunni áfram uns fulls jafnræðis verði náð.
Saga Baráttudags kvenna – 8. mars
Upphaf hanns má rekja aftur til þess að konur í Bandaríkjunum héldu þann 28. febrúar 1909 hátíðlegann sem Baráttudag kvenna og héldu því áfram til ársins 1913 síðasta sunnudag í febrúar.
Það var síðann árið 1910 sem haldin var alþjóðleg ráðstefna Alþjóðasamtaka sósíalískra kvenna undir nafninu Vinnandi konur í Kaupmannahöfn. Þar lagði Clara Zetkin kvenréttindakona og leiðtogi kvennadeildar Þýska Jafnaðarmannaflokksins fram þá tillögu að stofnaður yrði Alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Ráðstefnan sem sótt var af yfir 130 konum frá 16 löndum samþykkti tillöguna samhljóma.
Hvaða dag skildi halda upp á Alþjóða baráttudag kvenna var ekki ákveðið á ráðstefnunni en samt ákveðið að hann skyldi vera á sunnudegi þar sem það var eini frídagur verkakvenna í þá daga. Því voru dagsetningar nokkuð breytilegar fyrstu árin en þó alltaf í mars. Fyrstu árin voru baráttumál kvennadagsins kosningaréttur kvenna og samstaða verkakvenna.
Fyrstu löndin til að halda upp á daginn meðal sósíalískra kvenna voru Danmörku, Þýskalandi, Austurríki og Sviss þann 19. mars árið 1911. Árið 1912 bættust Svíþjóð, Frakkland og Holland við og 1913 Tékkóslóvakía og Rússland. 1914 safnaðist fjöldi kvenna saman í Þýskalandi 8. mars og var það upphafið að stórum mótmælafundum og kröfugöngum verkamanna og –kvenna sem stóðu í heila viku.
Árið 1917 fóru konur í Pétursborg í verkfall til að krefjast betri kjara. Þrátt fyrir almenn mótmæli ráðamanna héldu konurnar sínu striki. Þennan dag bar upp á 8. mars og fjórum dögum síðar sagði keisarinn af sér og bráðabirgðastjórn veitti konum kosningarétt.
Alþjóðasamband kommúnista samþykkti árið 1921 tillögu Clöru Zetkin um að 8. mars yrði framvegis baráttudagur kvenna. Var þar vísað til þeirra áhrifa sem verkföll verkakvenna hafði haft 1917 á upphaf Rússnesku byltingarinnar.
Það var þó ekki fyrr en með tilkomu nýju kvennahreyfingarinnar kringum 1970 að 8. mars öðlaðist þann sess sem hann hefur í dag. Sameinuðu þjóðirnar lýstu árið 1975 alþjóðlegt kvennaár og 1977 að var ákveðið að 8. mars skyldi vera Alþjóðlegurkvennadagur Sameinuðu þjóðanna.
Heimildir og ýtarlegri lesning
▶︎ Íslenska vefalmanakið, Alþjóðlegur baráttudagur kvenna
▶︎ Kvennasögusafn Íslands, 8. mars – Alþjóðlegur baráttudagur kvenna
▶︎ Wíkipedía, Alþjóðlegur baráttudagur kvenna