Jónsmessa

Jóhannes Skírari
Jóhannes Skírari – Málverk eftir Ítalska málarann Titian

Jónsmessa er fæðingarhátíð Jóhannesar Skírara meðal kristinna og haldin árlega 24. júní. Til eru ritaðar heimildir um að skrifa á Íslensku nafn Jóhannesar Skírara Jón eða Jóan Skírari og þaðan er heitið Jónsmessa frekar en Jóhannesarmessa komið sem væri þó eðlilegra nafn á hátíðinni út frá nafni Jóhannesar. Jónsmessan er eini fæðingardagur dýrlings sem haldinn er helgur utan eina af sjö helstu messum Maríu Guðsmóður en eina þeirra þann 8. september áætla kristnir vera fæðingardag hennar.

Jónsmessa virðist aldrei hafa verið mikil hátíð á Íslandi þótt ætla megi að yfir henni hafi verið mikil helgi í kaþólskum sið og jafnvel lengur. Helgina má áætla út frá því að milli tuttugu til þrjátíu kirkjur voru helgaðar Jóhannessi skírara einum eða honum auk einhverjum öðrum dyrlingi. Einnig var Jónsmessa ekki feld niður úr tölu íslenskra helgidaga fyrr en 1770 löngu eftir siðaskiptin sem bendir til þess að yfir deginum hafi ríkt þónokkur helgi eftir að kaþólskur siður var aflagður.

Hve ólík hátíð Jónsmessa var á íslandi miðað við mörg önnur lönd er talið að rekja megi til náttúrufarslega aðstæðna og hvenær hentugast var að halda Alþingi.

Á þessum tíma árs var sauðburði oftast lokið búið að rýja fé og reka á fjall tún verkuð en sláttur ekki hafinn. Var þessi tími því einn hentugasti tími sumars til þess að kasta mæðinni og gera sér glaðan dag. Þessvegna er talið að Alþingi hafi verið haldið á þessum tíma þar sem flestir gátu komist frá til þess að þinga.

Á þjóðveldistímanum kom þingið saman um miðjan Júní og stóð í tvær vikur. Er líklegt þótt ekki séu til af því neinar frásagnir eða ritaðar heimildir að fólk hafi gert sér þar glaðan dag samhliða alvarlegri fundarhöldum á þingstaðnum.

Jónsmessuhátíð í Frakklandi 1893
Jónsmessuhátíð í Frakklandi 1893

Í Norður-Evrópu höfðu sólstöðuhátíðir á þessum tíma sumars ætíð haft meira gildi en sunnar í álfunni væntanlega vegna þess hve mikill munur er á lengsta og stysta degi ársins hér en þar. Voru til dæmis á þessum dögum mikil blót á Norðurlöndunum. Þegar Ólafur konungur Tryggvason var búin að kristna Norðmenn virðist hann hafa viljað bæta landmönnum upp hin fornu blót með því að setja niður árstíðabundnar hátíðir í stað hinna árstíðabundnu blóta og hátíða. Í einu fornriti segir svo:

„… feldi blót og blótdrykkjur og lét í stað koma í vild við lýðinn hátíðardrykkjur jól og páskar, Jónsmessu munngát og haustöl að Mikjálsmessu.“

Forn Norsk lög geta þess einnig að hver bóndi í Frostaþingi skyldi eiga tiltekið magn af öli á Jónsmessu líkt og um Jól.

Ef áhrif þessarar ákvörðunar Ólafs hefur gætt hérlendis hvað Jónsmessu varðar má geta sér þess til að tímasetning hennar svo nærri Alþingi þá hafi þetta tvennt runnið saman og að í stað þess að kneyfa ölið á Jónsmessu hafi Íslendingar gert sér glaðan dag samhliða samankomnu Alþingis.

Uppruni Jónsmessu

Í Biblíunni er hvergi getið hvenær Kristur fæddist og fyrir fyrstu kristnu söfnuðina fyrir botni Miðjarðarhafs var fæðingin þeim ekki talin eins mikils virði og skírnin og þó sérstaklega dauðastundin þegar menn fæddust til hins eilífa lífs enda er dauðdagi Jesú Krists tímasettur í Biblíunni mjög nákvæmlega.

Þegar Rómverjar á 1. öld f. Kr. tóku upp Júlíanska tímatalið var haldið upp á 24. desember sem stysta dag ársins og haldin forn vetrarsólstöðuhátíð sem hét formlega upp á Íslensku Dagur hinnar ósigrandi sólar (l. Dies natalis Solis invicti) og sambærileg sumarsólstöðuhátíð sem þann 24. júní. Var það líkt og víðast hvar annars staðar að haldið hefur verið upp á sólstöður að sumri og vetri.

Um tvem öldum eftir áætlaða fæðingu Krists tóku Kristnir menn að velta fæðingardegi hans fyrir sér. Fyrsti fæðingardagurinn sem menn komu sér saman um var 6. janúar samkvæmt Rómverska tímatalinu sem kallað er hið Júlíanska eftir Júlíusi Sesar sem kom því á. Þarna eins og með marga aðra helgidaga kirkjunnar tóku þeir yfir eldri tyllidag en 6. janúar hafði tengst flóðunum í Níl frá fornu fari og átti því líkt og flestir aðrir trúar og helgidagar um heim allan uppruna sinn í breytingum náttúrunnar eftir árstíðum og þeim búskapar-og lifnaðarháttum sem þeim fylgdi.

Þegar kristni var gerð að ríkistrú í Rómaveldi seint á 4. öld var ákveðið að gera þessa sólstöðuhátíð að fæðingardegi Jesú Krists. En sólstöður höfðu þá færst til í Júlíanska tímatalinu sökum stjarnfræðilegrar ónákvæmni þess svo að á þessum tíma seint á 4. öld bar þær upp á 25. desember.

Samkvæmt Nýja testamentinu, Lúkasarguðspjalli 1:26 og 1.36, átti Jóhannes skírari að hafa fæðst sex mánuðum á undan Jesú. Fæðingarhátíðin Jónsmessa átti því að vera á sumarsólstöðum ef fæðingarhátíð Krists væri á vetrarsólstöðum. En vegna þess að Júlíanska tímatalið var ekki stjarnfræðilega rétt setti kirkjan eftir sinni bestu vitneskju fæðingarhátíðir þeirra á 24. júní og 24. desember sem samkvæmt Júlíanska tímatali á þeim tíma sem það var ákveðið voru sumar-og vetrarsólstöður. Þegar síðar tímatalið var leiðrétt og sólstöður færðar á sína réttu stjarnfræðilegu daga 21. júní og 21. desember var samt áfram haldið í fyrri dagsetningar. Því eru Jónsmessa og jól ennþá dag í dag þremur dögum eftir stjarnfræðilegar sumar-og vetrarsólstöður þótt upphaflega hafi hugmyndin verið sú að bæði jól og Jónsmessa skyldu vera sólstöðuhátíðir.

Heimildir og ýtarlegri lesning
▶︎ Wíkipedía, Jónsmessa
▶︎ Íslenski Almanaksvefurinn, Jónsmessunótt
▶︎ Íslenski Almanaksvefurinn, Sólstöður