Yngismeyjardagur

Fyrsti dagur Hörpu, fyrsta mánaðar sumars í íslenska misseristalinu er ekki bara Sumardagurinn fyrsti heldur einnig Yngismeyjardagur og þeim helgaður. Líkt og fyrsti dagur Einmánaðar þar á undan er helgaður sveinum og nefndur ýmist Yngismannadagur eða Yngissveinadagur.

Þekktari eru þó fjölskildudagarnir fyrsta dag mánaðanna þar á undan. Annars vegar Bóndadagur fyrsti dagur Þorra sem helgaður er húsbændum og Konudagur fyrsti dagur Góu helgaður húsmæðrum.

Í dag hefur þó orðið sú breyting á Bónda- og Konudegi að Bóndadagur er orðið helgaður karlmönnum almennt en ekki bara húsbændum og Konudagur helgaður konum almennt en ekki bara húsmæðrum. Það eru breyttir tímar síðan þessir dagar voru fyrst nefndir og þarna niður settir og því eðlilegra að þeir séu frekar tengdir kyni heldur en titli eða hlutverki, enda ekki litið lengu sömu augum á þessa titla og hlutverk.

Svo má ekki horfa fram hjá því að margar konur eru bændur og/eða húsbændur og eiga þær því með réttu tilkall til að vera heiðraðar á Bóndadaginn þótt þær séu ekki karlkyns. Dagarnir hafa haldið sínum nöfnum svo það er ekkert sjálfgefið í öllum tilfellum að binda þá við kyn.

En það á ekki við um Yngismeyjardag og Yngismannadag, enda þeir ávalt verið tengdir kyni og aldri og það hefur ekkert breyst.

Heimildir og ýtarlegri lesning
▶︎ Íslenski Almanaksvefurinn, Harpa
▶︎ Íslenski Almanaksvefurinn, Sumardagurinn fyrsti
▶︎ Íslenski Almanaksvefurinn, Yngismannadagur
▶︎ Íslenski Almanaksvefurinn, Bóndadagur
▶︎ Íslenski Almanaksvefurinn, Konudagur