Ólíft gat verið í kirkjum hér áður fyrr sökum óþefs af vindgangi messugesta, já ýmislegt hafa mennirnir mátt þola gegnum aldirnar

Í dag er skírdagur, sem dregur nafn sitt af lýsingarorðinu skír, merkjandi hreinn, óblandaður; skær, bjartur; saklaus og vísar nafnið þannig til þess að Jesús þvoði fætur lærisveina sinna þennan dag samkvæmt frásögn í Biblíunni. Sögnin skíra merkir einnig að hreinsa og hin upphaflega merking þess að barn sé skírt er þess vegna hreinsun.

Fátt ef nokkuð tilstand er meðal almennings á Íslandi þennan dag lengur. Það er helstt að fólk fari í frí, hvort sem það er stutt ferð í sumarbústað eða lengri ferðir erlendis til. En það má víst ekki lengur þetta árið hvað svo sem fólk mun gera.

En heimildir frá 18. og 19. öld herma að hnausþykkur rauðseyddur mjólkurgrautur hafi víða verið skammtaður á skírdagsmorgun áður en menn héldu til kirkju sem var til siðs á þeim tíma. En slíkur grautur þótti mikið lostæti hér áður fyrr á Íslandi og er hans ósjaldan getið sem sérstaks hátíðaréttar.

Grauturinn þótti þó auka mönnum svo vind að sagt er að ekki hafi verið þefgott í kirkjunum á skírdag. 😉

▶︎ Nánar um skírdag á Íslenska Almanaksvefnum

Skildu eftir skilaboð

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.