Í dag er Eldaskiladagur en hann er 10. maí ár hvert. Hann var sá dagur á Íslandi þar sem landeigendum og prestum var skilað fé sem leiguliðar eða sóknarbörn höfðu haft í eldi fyrir þá um veturinn. Eins voru aðrar greiðslur oft miðaðar við þennan dag.
Þetta var því „skattgreiðsludagur“ með aðferð sem áður tíðkaðist. Það er, að taka við lambi eða öðru dýri og kosta eldi þess og umhirðu í eitt ár og skila því svo af sér til landeigenda og presta sem ekki höfðu þurft að sinna né kosta neinu til við eldið.
Og þar sem ég er „hænsnabóndi í byggð,“ það er held Íslenskar landnámshænur hér í garðinum hjá mér er spurning hvort maður ætti á ekki morgun að mæta í bítið upp á bæjarskrifstofu Kópavogs með góðan kassa af eggjum frá hænunum mínum og borga leiguliðanum (við leigjum jú lóðina okkar af bænum) fyrir vetrareldi þeirra?
Borga fasteignagjöldin bara með eggjum? Kannski ekkert vitlaust að koma upp svona kerfi. Það vantar alltaf egg í öll mötuneyti bæjarins og skóla og landnámshænurnar leggja til úrvals egg 🙂
Heimildir og ýtarlegri lesning
▶︎ Vefalmanakið, Eldaskildagi og Eldadagur