Þá hefur almanakið verið uppfært fyrir árið 2018

Þá er ég búin að uppfæra þetta litla almanak mitt fyrir árið 2018 og vona að þið getið haft af því gaman og einhvern fróðleik.

Ég minni ykkur á sem hlaðið almanakinu inn í önnur dagatalsforrit eins og iCal og Google Calendar sem dæmi, að almanakið uppfærist yfirleitt ekki sjálfkrafa í þessum forritum og vefum. Því þarf þar sem það uppfærist ekki sjálfkrafa að fara inn í stillingar fyrir viðkomandi dagatalsforritið og þar sem þið sjáið þetta almanak skráð á að vera takki sem á stendur „uppfæra.“ Þá mun þessi uppfærsla mín fyrir árið 2018 bætast inn í ykkar forrit.

Eitthvað er þetta mismunandi eftir forritum og vefum og eins og hraðinn er á tækninni í dag þarf þetta sums staðar ekki lengur en annar staðar hefur fólk þurft að henda dagatalinu út og hlaða því aftur inn til þess að það uppfærist. Vona að engin lendi þó í miklu veseni með þetta en ef svo verður þá er alltaf nýjasta útgáfa þess á þessum vef. Vona svo að þið njótið vel.