Dagatalið á forsíðu Almanaksins komið í lag

Dagatalið á forsíðu Almanaksins er komið í lag og birtast almanaksdagar þess nú allir á sínum stað. Biluninn varði því aðeins í um einn sólarhring. Það var ekki mér sem tókst að laga þetta, heldur var dagatalið bara komið aftur eins og það á að vera án þess að ég gerði neitt, rétt eins og … Halda áfram að lesa Dagatalið á forsíðu Almanaksins komið í lag

Tilkynning 30. júní 2020

Vegna einhverra vankvæða hjá Google birtast almanaksdagarnir ekki í forsíðudagatalinu. Er að vinna í því að finna út hversvegna svo er og hvort ég geti lagað þetta. Mun tilkynna um leið og ég er búinn að finna út úr því hvað veldur þessu eða laga. Þetta virðist vera einhverjir samskiptaörðuleikar á milli Google dagatalsins og … Halda áfram að lesa Tilkynning 30. júní 2020

Á léttu nótunum má segja að í ár sé dagur elskenda og ástvina sérstaklega helgaður stormasömum samböndum ;)

Valentínusardagurinn er helgaður ástinni og haldinn hátíðlegur á messudegi heilags Valentínusar þann 14. febrúar ár hvert. Þó er hann ekki neinn messudagur lengur hér á landi ef hann var það þá nokkurntímann og því nokkuð kostulegt að við séum búin að sækja okkur gamlan dýrlingadag frá 14. öld til að halda upp á nú á þeirri 21.

Í dag 22. Desember er hinn merki dagur Hlakkandi

Í dag er hinn merki dagur Hlakkandi. Dagurinn fyrir Þorláksmessu að vetri það er 22. desember þegar allt tilstandið fyrir Jólin er í hápunkti var áður fyrr (og kannski enn þá einhvers staðar) kallaður Hlakkandi enda tilhlökkun fólks búin að magnast upp og nálægt suðupunkti sínum á sjálfum Jólunum. Þó virðist sem þetta hafi verið … Halda áfram að lesa Í dag 22. Desember er hinn merki dagur Hlakkandi

Að setja almanakið inn í sitt eigið dagatal

Fyrir þau sem nota Google calendar er nóg að smella á hnappinn neðst í hægra horninu til að hlaða því inn í Google calendar. En þau ykkar sem viljið hlaða Almanakinu inn í iCal, þá þarf að afrita þessa slóð inn í iCal: http://www.google.com/calendar/ical/sagkcmnthsl0bdbpjl91cs9ihg%40group.calendar.google.com/public/basic.ics Sólseturs og sólarupprisu almanak ásamt mörgum fleiri áhugaverðum upplýsingum er hægt … Halda áfram að lesa Að setja almanakið inn í sitt eigið dagatal

Tengill í eldri síðu Almanaksins

Ég byrjaði á þessu almanaki árið 2010 og notaði einfalt ókeypis smíðatól Google sem þau kalla Sites. Þetta er frekar frumstætt smíðatól og ekki símavænt. Þessi litli WordPress vefur er því tilraun mín til að færa Almanakið á nýjan stað sem er símavænn. En hér er tengill í eldri síðu Almanaksins fyrir þau ykkar sem … Halda áfram að lesa Tengill í eldri síðu Almanaksins

Þá hefur almanakið verið uppfært fyrir árið 2018

Þá er ég búin að uppfæra þetta litla almanak mitt fyrir árið 2018 og vona að þið getið haft af því gaman og einhvern fróðleik. Ég minni ykkur á sem hlaðið almanakinu inn í önnur dagatalsforrit eins og iCal og Google Calendar sem dæmi, að almanakið uppfærist yfirleitt ekki sjálfkrafa í þessum forritum og vefum. … Halda áfram að lesa Þá hefur almanakið verið uppfært fyrir árið 2018