Búinn að uppfæra Íslenska Almanakið fyrir árin 2019 og 2020

Er búinn að uppfæra og setja inn alla Íslenska hátíðis- og tyllidaga fyrir árin 2019 og 2020. Auk þessum nokkru dögum og tilefnum sem mig hefur langað til að hafa með eins og komu jólasveinanna til byggða.

Í gegnum árin hef ég alltaf verið frekar seinn með uppfærslur en núna er ég nokkuð fyrr á ferðinni. Bæði að vinna meira í sjálfu Almanakinu, bæta við það dögum sem og skrifa meira um þá og byrjaður að færa sum þessarra skrifa hingað á þennan vef til viðbótar við að skrifa á wikipedia. Er það gert vegna þess að á wíkipedía gilda mjög stífar reglur um hvernig og hvað megi skrifa um, reglur sem ég fylgi í hvívetna, en þær geta líka verið hamlandi og í þeim tilfellum sem ég vil koma að efni sem telst ekki hæfa wíkipedía get ég skrifað um hér.

Íslenska misseristalið
Auk þess er ég búinn að vera að setja upp gamla Íslenska Misseristalið fyrir þessi tvö ár og líður að lokum þeirrar vinnu. Ég mun þegar því verki líkur setja það hér inn á þennan vef en á sér síðu svo þessi tvö almanök ruglist ekki saman. Enda er um margar tvítekningar að ræða því ennþá núna á 21. öldinni notumst við hreint ótrúlega mikið við hið gamla misseristal.

Íslenska misseristalið var þróað hér á landi eftir landnám og skildi sig frá gamla Norræna tímatalinu sem við höfðum tekið með okkur hingað upphaflega. Á meðan Norræna tímatalið dó út í Skandinavíu, eða samlagaðist Júlíanska tímatalinu sem kirkjan notaðist við, þá var aldrei hætt að nota og þróa það áfram hérlendis og úr þessarri þróunn varð til hið séríslenska misseristal.  Það hefur aldrei alveg dáið alveg út og eru ennþá mjög margir hátíðis- og tyllidagar okkar í dag reiknaðir út samkvæmt því.

Útreikningarnir að baki því voru svo nákvæmir að talið er að í kringum 1200 hafi ekkert tímatal verið í notkun þá eins nákvæmt og Íslenska misseristalið. Það lifði því áfram og er ennþá jafn rétt og þá. Með þeim fingrarímsaðferðum sem útreikningur þess byggir á, má hæglega reikna ein þúsund ár fram í tímann án skekkju og geri annað þegar 1000 ára tímatal betur.

En ég mun skrifa nánar um það síðar sem og setja það hér inn. Það er með sama sniði og Íslenska Almanakið yfir Hátíðis- og Tyllidaga að því leiti að hægt verður að hlaða því inn í sín tölvu- og símaalmanök með sama hætti.

uppfært 21. október
Eftir nokkrar prufur hef ég fundið út tvennt sem virkar ekki eins og það á að gera.

1. Þegar dagatalinu er hlaðið inn í desktop appið Mac calendar (sem tók við að iCal) og smellt er á Atburð, það er þá merkingu við dag sem ég hef sett inn, þá birtist pop up glugginn með nánari upplýsingum eins og á að gera. En textinn birtist sem HTML texti með öllum HTML kóðanum sýnilegum. Svona var þetta ekki í gamla iCal en er það í nýja Mac calendar.

2. Í vefdagatali zoho.com birtist textinn aftur á móti sem stíllaus texti og því alveg öfugt og tenglar virka því ekki.

Því virðist að minstakosti núna að ég geti ekki tryggt að dagatalið virki eins og ég ætlast til að það geri, nema í Google Calendar. Tenglar virka þó í Mac Calendar þótt allur annar HTML kóði birtist þar líka.

Skildu eftir skilaboð

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.