Fyrir ykkur sem eruð að skoða Almanakið í síma

Google dagatalið sem ég nota til þess að setja þetta litla Almanak mitt saman býður upp á mjög fáa möguleika á að stýra framsetningu þess og þegar þessi síða er skoðuð í síma kemur mánaðaryfirlitið sem er hin hefðbundna framsetning Google dagatalsins ekki vel út og nöfn hátíðanna vart læsileg. Svo til þess að geta skoðað eingöngu Hátíðis– og Tyllidaga auk kvartilaskipta tunglsins skal smellt á flipann Dagskrá og birtast þá eingöngu merkir dagar sem listi.

Að setja almanakið inn í sitt eigið dagatal

Fyrir þau sem nota Google calendar er nóg að smella á hnappinn neðst í hægra horninu til að hlaða því inn í Google calendar. En þau ykkar sem viljið hlaða Almanakinu inn í iCal, þá þarf að afrita þessa slóð inn í iCal: http://www.google.com/calendar/ical/sagkcmnthsl0bdbpjl91cs9ihg%40group.calendar.google.com/public/basic.ics Sólseturs og sólarupprisu almanak ásamt mörgum fleiri áhugaverðum upplýsingum er hægt … Halda áfram að lesa Að setja almanakið inn í sitt eigið dagatal