Fyrir ykkur sem eruð að skoða Almanakið í síma

Google dagatalið sem ég nota til þess að setja þetta litla Almanak mitt saman býður upp á mjög fáa möguleika á að stýra framsetningu þess og þegar þessi síða er skoðuð í síma kemur mánaðaryfirlitið sem er hin hefðbundna framsetning Google dagatalsins ekki vel út og nöfn hátíðanna vart læsileg.

Svo til þess að geta skoðað eingöngu Hátíðis– og Tyllidaga auk kvartilaskipta tunglsins skal smellt á flipann Dagskrá og birtast þá eingöngu merkir dagar sem listi.

En til þess að bæta gráu ofan á svart setur Google flipan Dagskrá lengst til hægri og skoðað á litlum símaskjá getur flipinn lent út af síðunni. Þá þarf að velta símanum og skoða síðuna lárétt svo flipinn birtist og hægt sé að smella á hann. Svo snúa símanum aftur í upprétta stöðu til þess að hafa gott yfirlit yfir Almanakið.

Eins og er að minstakosti fæ ég ekki við þetta ráðið og allar tilraunir mínar til þess að breyta þessu hafa mistekist þar sem Google bannar mér að eiga við framsetningu dagatalsins. Biðst ég velvirðingar á þessum annmarka sem á dagatalinu er þegar það er skoðað í síma.

Bragi Halldórsson
grúskari af guðsnáð 😉

Skildu eftir skilaboð

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.