Hægt er að hlaða inn Almanakinu í önnur dagatalsforrit en Google calendar eins og Mac calendar og Outlook calendar sem dæmi, með því að nota vefslóðina hér neðst í þessu bloggi. Eftir því sem ég best veit er hægt að gerast áskrifandi að öðrum dagatölum í öllum ef ekki þá flestum öðrum en Google dagatalinu en ef einhver sem þetta les er ekki að takast það endilega sendiði mér línu og ég annaðhvort reyni að leysa úr því eða í verstafalli verð að viðurkenna að það sé ekki hægt sem ég vona að sé ekki 🙁
Eitt skal þó varast, að í sumum dagatalsforritum er spurt þegar maður importar dagatali inn, í hvaða dagatal maður vilji importa og varist að hlaða því ekki inn í eitthvað dagatal sem er fyrir og þið notið til annarra hluta, heldur að því sé hlaðið inn sérstaklega.
Almanakið núorðið uppfærist sjálfkrafa í hvaða dagatalsforriti sem er og á það bæði við um breytingar og lagfæringar sem og þegar ég bæti við næstu árum (sem því miður ég er ekki nógu duglegur við en stendur vonandi til bóta en nánar um það síðar).
Hvernig Almanakið birtist í öðrum forritum en Google dagatalinu
Því miður verður þó að segjast að hver framleiðandi vef- og tölvudagatala notar sína eigin aðferð við að birta upplýsingarnar sem eru í textaboxinu sem upp kemur ef smelt er á viðkomandi dag en þó birta þau öll réttan Íslenskan texta við hvern dag og flestöll einnig litlu emoji’n sem ég til skemmtunar bætti við hvern dag en fólk hefur þó einnig þakkað mér fyrir það því þannig man maður hví ákveðnir dagar eru í Almanakinu sem og hverju þeir tengjast. Hvort það eru kirkjudagar, gömlu Íslensku misseris mánaðanöfnin eða almennir veraldlegir dagar eins og 17. júní.
Hér eru skjáskot úr Google, Mac og Outlook vef- og tölvualmanökunum svo þið sem setjið Almanakið inn í ykkar forrit sjáið hvernig það birtist með mismunandi hætti og þá einnig hvort það sé ekki að birtast ykkur eins og það á eða getur gert.
Fyrst er að segja að aðeins í Google dagatalinu birtist textinn í upplýsingatextaboxinu réttur. Í Mac calendar og Outlook er textinn réttur en þó koma inn einnig HTML merkingarnar. Tenglar á ýtarlegri umfjöllun um ákveðna daga virka þó ef tvísmellt er á þá.
Office 365 vefviðmótið
Hér sést hvernig upplýsinga boxið birtist í vefviðmóti dagatals Office 365. Það birtist við hlið dagsins en með HTML kóða og í fastri stærð. Því þarf að smella á örina upp í hægra horni boxins og þá er hægt að lesa allan textann og sjá tengilinn sem er neðst í boxinu og smella á hann ef maður vill vita meira um viðkomandi dag.
Hér sést hvernig boxið birtist í stækkaðri mynd í vefviðmóti Office 365.
Mac calendar tölvuforritið
Í Mac dagatalinu er þetta svipað eins og sjá má en munurinn er sá að þar er hægt að skruna niður í boxinu og ekki þörf á því að opna það í sér glugga ef upplýsingatextinn er lengri en stöðluð stærð boxins.
Eftir sem áður birtir Mac dagatalið allan HTML kóðann eins og Office. Eina dagatalsforritið sem ég veit fyrir víst að birtir upplýsinga boxin rétt, eða segjum heldur eins og ég vinn þau og langar til að þau birtist, er í Google dagatalinu.
Vonandi tekst mér að finna leið til að fá Almanakið til þess að birtast eins í öllum forritum og er verið að vinna í því þó get ég ekki lofað því að það takist því aðrir sem ég kannast við sem halda úti hinum ýmsu sértækum dagatölum um allan heim hefur engum tekist það.
Svo það er eingöngu þrjóska mín sem vill reyna að finna á þessu lausn og ef það tekst get ég deilt henni með öðrum sem eru að dunda við að gera svona vefdagatöl erlendis sem ætti að vera fagnaðarefni fyrir öll ykkar sem notið önnur dagatalsforrit en Google dagatalið því það er til urmull af allskonar skemmtilegum og nytsömum dagatölum önnur en þetta Almanak hér sem margir myndu eflaust vilja hlaða inn í sýn dagatöl og nota en þá verða þau þá líka að virka eins fyrir alla hvaða dagatalsforrit sem verið er að nota.
En nóg um það, hér er tengillinn til þess að hlaða Almanakinu inn í önnur dagatals forrit en Google dagatalið. Þetta er opinber slóð svo þið megið deila henni með hverjum sem er:
https://calendar.google.com/calendar/ical/sagkcmnthsl0bdbpjl91cs9ihg%40group.calendar.google.com/public/basic.ics
Vonandi kemur þetta einhverjum að gagni og eins og ég nefndi hér að ofan þigg ég ævinlega með þökkum allar ábendingar og fyrirspurnir og reyni eftir bestu getu að leysa úr öllum vandamálum. Auk þess sem það er alltaf jafn upplífgandi þegar fólk sendi mér þakkir fyrir að nenna að halda þessu Almanaki úti, þótt það sé fyrst og fremst mér til gamans gert og til að næra grúskarann í mér, þá er ekki leiðinlegra ef grúsk manns getur komið öðrum að notum eða til skemmtunar.
Með kveðju
Bragi Halldórsson
grúskari af guðs máð 😉