Í dag 22. Desember er hinn merki dagur Hlakkandi

Í dag er hinn merki dagur Hlakkandi.

Dagurinn fyrir Þorláksmessu að vetri það er 22. desember þegar allt tilstandið fyrir Jólin er í hápunkti var áður fyrr (og kannski enn þá einhvers staðar) kallaður Hlakkandi enda tilhlökkun fólks búin að magnast upp og nálægt suðupunkti sínum á sjálfum Jólunum.

Þó virðist sem þetta hafi verið eða sé staðbundinn siður og því þekkja ekki allir þennan dag og nafn hanns.

Fróðlegt þætti mér ef einhver sem þetta les kannast við Hlakkanda að skrifa það hér fyrir neðan og þá hvaðan. Eina sem ég hef nokkuð fyrir víst er að nafnið var að minnstakosti áður fyrr útbreitt á Vestfjörðum og hefur Ísafjörður sérstaklega verið nefndur.

Hugsanlega er þetta sér Ísfirskur dagur? Þá er ég mjög svo forvitinn að vita ef svo er því upplýsingar um daginn eru af skornum skammti þótt þær finnist.

Og vissulega er það þannig enn í dag. „Ég hlakka til“ eða „mig hlakkar til?“ Hin eilífa ráðgáta og rifrildi um Jólin 🙂

Skildu eftir skilaboð

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.