Hin að ég tel lítt þekkta saga Konudagsins sem þær sjálfar skópu á síðustu öld með óeigingjörnu starfi sínu en hefur breyst yfir í vera mesti söludagur blómasala

Nú raða tyllidagar íslenska almanaksins sér hver á eftir öðrum þetta árið. Þorraþræll var í gær sem ætíð er á undan fyrsta degi góu, Konudeginum sem er í dag en ekki nóg með það, góutunglið fellur líka á daginn í dag þetta árið. Sem og að sökum þess hvenær páskar eru í ár hefst föstuinngangurinn … Halda áfram að lesa Hin að ég tel lítt þekkta saga Konudagsins sem þær sjálfar skópu á síðustu öld með óeigingjörnu starfi sínu en hefur breyst yfir í vera mesti söludagur blómasala

Á léttu nótunum má segja að í ár sé dagur elskenda og ástvina sérstaklega helgaður stormasömum samböndum ;)

Valentínusardagurinn er helgaður ástinni og haldinn hátíðlegur á messudegi heilags Valentínusar þann 14. febrúar ár hvert. Þó er hann ekki neinn messudagur lengur hér á landi ef hann var það þá nokkurntímann og því nokkuð kostulegt að við séum búin að sækja okkur gamlan dýrlingadag frá 14. öld til að halda upp á nú á þeirri 21.