Þetta árið kviknar þorrattunglið nákvæmlega um miðjan vetur bóndadaginn kl. 20:42

Nú ber svo við þetta árið 2020 að þorratung sem er það tungl sem kviknar á Þorra hittir nákvæmlega á hanns fyrsta dag bóndadag klukkan 21:42 í kvöld.

Þorri

Þorri hefst ætíð á sama vikudegi, föstudegi í 13. viku vetrarmisseri okkar íslenska misseristals. Er hann fjórði mánuður þess og því bóndadagurinn hans fyrsti dagur miður vetur þar sem í hvoru misseri eru 6 mánuðir.

Samkvæmt núverandi tímatali þess gregoríska eða nýja stíl, hefst hann á bilinu 19. til 25. janúar en var 9. til 15. janúar í gamla stíl, þess júlíanska fyrir tímatal breytinguna árið 1700 þegar 10 dagar voru feldir niður það árið og áttu sér því ekki stað ef svo má segja.

Fyrsti dagur hans bóndadagurinn er helgaður húsbændum sem í dag geta verið af hvaða kyni sem er en var áður fyrr bundið við karlmenn en svona breytast tímarnir og mennirnir með. Sá síðasti kallast aftur á móti þorraþræll og af því þekktar sögur að hann hafi verið tileinkaður meðal annars piparsveinum og þeim mönnum sem getið höfðu börn utan hjónabands sem er nokkurn veginn andstæða þess fyrsta.

Í dag þekkja þó flestir nafnið þorraþræll sem heiti ljóðsins sem hefst „Nú er frost á fróni“ eftir Kristján Jónsson fjallaskáld en það er með vinsælli íslenskum sönglögum og sungið við óþekkt þjóðlag.

Upphaflegt upphaf Þorrans

Talið er að upphaflega hafi upphaf Þorra miðast við fyrsta nýtt tungl eftir vetrarsólhvörf sem væri þá þorratunglið. Næsta tungl þar á undan jólatunglið er aftur á móti það tungl sem fæðist í þeim tunglmánuði sem þrettándinn fellur í. Samkvæmt því þá gat hann hafist allt frá vetrarsólhvörfum fram að þrettándanum sem stemmir ekki því ef jólatunglið kviknaði eftir vetrarsólhvörf og þrettándinn því fallið innan þess tunglmánaðar þá væru þessi tvö tungl eitt og hið sama. Því er annaðhvort þessi tilgáta röng eða röð og heiti tunglanna hafi verið breytt einhvers staðar á leiðinni.

Þar sem jól eru talinn það gömul hátíð eru þau líklega álíka gömul og þorrinn og ef á þeim tíma útreikningur vetrarsólhvarfa var réttur þá þarf annaðhvort að setja spurningarmerki við þessa kenningu eða skoða betur þær forsendur sem að baki liggja. En nánar er fjallað um þetta mál í sér grein um heiti tungla og tunglmánuðina sem tímatal norrænna- og norðurgermanskra þjóða hefur líklega miðast við fyrir tíma misseristalsins.

Þessi útreikningur og þar með hvert upphaf þorra væri og þar með miður vetur var samkvæmt fornum sögum mikilvægur tímapunktur í tímatali þessara þjóða ef marka má þá skipun Óðins að halda skildi þrjú megin blót og eitt þeirra var miðsvetrarblót og því mikilvægt að þekkja upphaf þorra sem markaði miðjan vetur og þar með að öllum líkindum hvenær miðsvetrarblótið skildi haldið.

Nafnið þorri

Mánaðarheitið Þorri kemur fyrir í elsta Íslenska rímhandritinu frá lokum 12. aldar og einnig í Staðarhólsbók Grágásar frá 13. öld og í upptalningu mánaðanna í Snorra Eddu. Margir gömlu mánaðanna í íslenska misseristalinu báru mismunandi nöfn eftir heimildum en Þorri hélt alltaf nafni sínu í þeim öllum. Svipað mánaðarheiti þekkist á öðrum Norðurlöndum en þá sem nafn á janúar og jafnvel mars.

Merking orðsins er ekki ljós og hafa verið settar fram margar kenningar um það. Helstu tilgátur eru að orðið sé skylt lýsingarorðinu þurr sögninni að þverra nafnorðinu þorri í merkingunni „meginhluti“ og eins að þorri gæti verið eitt nafna Þórs eða nafn á samnefndum fornkonungi.

Þorrablót til forna

Þorri er nefndur í heimildum frá miðöldum sem persónugervingur eða vættur vetrar og þar er einnig minnst á þorrablót. Ekki er vitað hvernig þeim var háttað en lýsingarnar benda þó til mikilla veisla og að menn hafi gert vel við sig í mat og drykk. Engar frásagnir eru í íslendingasögum eða öðrum fornsögum sem gerast á Íslandi en orðið þorrablót kemur fyrir í forneskjulegum þætti sem bæði er að finna í Orkneyinga sögu og á tveim stöðum í Flateyjarbók þar sem hann heitir Hversu Noregr byggðist og Fundinn Noregur.

Í Fornaldarsögum Norðurlanda nánar tiltekið Hversu Noregr byggðist segir svo Frá Fornjóti og hans ættmennum:

Fornjótr hét maðr. Hann átti þrjá sonu; var einn Hlér, annarr Logi, þriði Kári. Hann réð fyrir vindum, en Logi fyrir eldi, Hlér fyrir sjó. Kári var faðir Jökuls, föður Snæs konungs, en börn Snæs konungs váru þau Þorri, Fönn, Drífa ok Mjöll. Þorri var konungr ágætr. Hann réð fyrir Gotlandi, Kænlandi ok Finnlandi. Hann blótuðu Kænir til þess, at snjóva gerði ok væri skíðfæri gott. Þat er ár þeira. Þat blót skyldi vera at miðjum vetri, ok var þaðan af kallaðr Þorra mánaðr.

Af þessari frásögn má ráða að nafn þorra tengist miðjum vetri og þá skyldi haldið blót. Einnig kemur fram nafn næsta mánaðar Góu dóttur Þorra sem einnig er nefnd í mörgum frásögnum Gói:

Þorri konungr átti þrjú börn. Synir hans hétu Nórr ok Górr, en Gói dóttir. Gói hvarf á brott, ok gerði Þorri blót mánuði síðar en hann var vanr at blóta, ok kölluðu þeir síðan þann mánað, er þá hófst, Gói. Þeir Nórr ok Górr leituðu systur sinnar. Nórr átti bardaga stóra fyrir vestan Kjölu, ok fellu fyrir honum þeir konungar, er svá heita: Véi ok Vei, Hundingr ok Hemingr, ok lagði Nórr þat land undir sik allt til sjóvar. Þeir bræðr fundust í þeim firði, er nú er kallaðr Nórafjörðr. Nórr fór þaðan upp á Kjölu ok kom þar, sem heita Úlfamóar, þaðan fór hann um Eystri-Dali ok síðan í Vermaland ok með vatni því, er Vænir heitir, ok svá til sjóvar. Þetta land allt lagði Nórr undir sik, allt fyrir vestan þessi takmörk. Þetta land er nú kallaðr Noregr.

Hvort þorrablót það sem nefnt er sé sama blótið og Óðinn kallar miðsvetrarblót verður þó að teljast líklegt þar sem bæði tengjast miðjum vetri sem er upphaf hanns í misseristalinu. Aftur á móti er líklegt að ástæða þess að nafnið þorrablót fyrirfinnist ekki í handritum í öðrum sögum en þeim sem gerast eiga eftir kristnitöku sú að það séu leifar frá hinu forna miðsvetrarblóti sem var stórt í sniðum og langt í frá að vera aðeins bundið við hvert heimili en veisla á þessum tímamótum hafi þó haldist áfram undir nýju nafni sem ekki tengdist heiðnum sið enda miður vetur vendipunktur í lífi fólks sérstaklega því norðar sem það bjó og því áfram jafn mikið tilefni að halda hátíð hvað sem hana skildi kalla.

Hvort nafnið þorrablót segi okkur eitthvað um hvenær nákvæmlega hið forna miðsvetrarblót var haldið er ekki víst því íslenska misseristalið var það tímatal sem Íslendingar notuðu og héldu áfram að þróa eftir upptöku kristni og þar með mánaðanöfnin og með því að spyrða hina gömlu veislu við mánaðarnafn en ekki nota áfram hið heiðna nafn gat verið sú leið sem farinn var til að styggja ekki kirkjuna um of en útreikningur á hvenær miðsvetrarblótið skyldi haldið telja margir að hafi aftur á móti verið reikningur þorratunglsins sem nær líklega allt aftur fyrir upptöku misseristalsins og það hefur varla fallið í góðan jarðveg hjá kirkjunni ef þorrablótin hefðu verið haldin eftir svo fornum útreikningi.

Þorrablót í dag

Fyrr á öldum virðast þorrablót fyrst og fremst hafa verið haldin á heimilum fólks og fyrir heimilisfólkið en þorrablót eins og við þekkjum þau í dag sem almennar veislur í sal út í bæ og haldin eins og kallað var í upphafi að fornum sið voru ekki tekin upp fyrr en undir lok 19. aldar.

Í bókinni Íslenskar gátur, skemmtanir, víkivakar og þulur sem Hið íslenska bókmenntafélag sendi frá sér á árunum 1889 til 1903 skrifaði Ólafur Davíðsson um þorrablót.

Þorrablótin eiga upptök sín að rekja til íslenskra stúdenta í Kaupmannahöfn, eða að minnsta kosti héldu þeir þorrablót 1873. Ég hef heyrt sagt, að doktor Björn Ólsen hafi gengist mest fyrir því og eftir hann er veislukvæðið, Full Þórs. 1880 mun Fornleifafélagið í Reykjavík hafa haldið þorrablót, þótt ég hafi ekki rekið mig á skýrslur um það í blöðunum. Aftur hélt það stóreflis þorrablót 21. janúar 1881. Veislusalurinn var búinn fornum voðum, skjaldarmerkjum og öndvegissúlum. Langeldar brunnu á gólfinu. Samsætið byrjaði með griðasetningu að fornum sið og var ekki mælt meira undir samsætinu. Við samdrykkjuna á eftir var guðanna minnst, Óðins alföður, Þórs, Freys og Njarðar til ársældar, Braga og Freyju o.s.frv. Ekki hef ég rekið mig á skýrslur um önnur þorrablót í blöðunum, en það er vonandi að þau leggist ekki niður. Það má ekki minna vera en gömlu guðanna sé minnst einstöku sinnum í þakklætisskyni fyrir fornöldina.

Í upphafi voru þessar veislur gagnrýndar fyrir að vísa með áberandi hætti í norræna trú með því að drekka minni hinna norrænu guða signa full og annað slíkt enda var ekki trúfrelsi á Íslandi fyrr en með stjórnarskránni 1874. Um miðja 20. öld var farið að halda þorrablót á veitingastaðnum Naustinu í Reykjavík þar sem fram var borinn „hefðbundinn“ íslenskur matur súr reyktur og/eða saltaður. Síðan hefur tíðkast að halda þorrablót einhvern tímann á þorra oftast á vegum félaga og ýmissa samtaka og er þorramatur mikilvægur hluti af hátíðinni.

 

Skildu eftir skilaboð

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.