Kirkjuár Íslensku Þjóðkirkjunnar hefst með fyrsta sunnudegi í Aðventu öðru nafni Jólaföstu sem getur verið frá 27. nóvember til 3. desember. Fer það eftir því hve margir sunnudagar líða til Jóla því Aðventan er alltaf síðustu fjórir sunnudagarnir fyrir Jóladag.
Á einu Kirkjuári er farið í gegnum líf og starf Jesú Krists á skipulegan hátt í guðsþjónustum sérstaklega á Hátíðamisserinu.
Kirkjuárið skiptist í tvö misseri
Hátíðamisserið svokallaða byrjar með Aðventunni og lýkur með Þrenningarhátíð (trinitatis). Á þessu tímabili eru allar þrjár meginhátíðir kirkjunnar Jól, Páskar og Hvítasunna auk þeirra daga sem þeim tengjast. Flestir tengjast þeir Páskum og ná yfir lengsta tímabilið eða frá Föstuinngangi fyrir Öskudag, upphafsdags Lönguföstu, allt til Hvítasunnudags.
Hátíðalausamisserið byrjar viku eftir Þrenningarhátíðina (trinitatis) sem er fyrsti sunnudagur eftir Hvítasunnudag sem getur verið frá 17. maí til 20. júní allt eftir því hvenær Páskar eru. Engin kristin stórhátíð er á Hátíðalausamisserinu fram að næstu Aðventu er nýtt Kirkjuár hefst.
Sunnudagar þess tímabils geta flestir orðið 27 en fjöldi þeirra ræðst af því hvenær Páskadagur er hverju sinni.
Hátíðardagatal Íslensku Þjóðkirkjunnar
- Aðventa-Jólafasta
- Jól
- Nýár
- Þrettándi
- Níuviknafasta
- Langafasta
- Páskar
- Uppstigning
- Hvítasunna
- Þrenningarhátíð-Trinitatis
Heimildir og ýtarlegri lesning
▶︎ Vísindavefurinn; Sigurður Ægisson guðfræðingur og þjóðfræðingur, 2008 Hverjir eru helstu hátíðisdagar kirkjuársins og hvað gerðist á þeim?