Öskudagur er í vestrænni kristni fyrsti dagur lönguföstu sem hefst í 7. viku fyrir páska og getur hann verið á bilinu 4. febrúar til 10. mars. Dagurinn hefur lengi verið mikilvægur í kaþólska kirkjuárinu og nafnið á rætur í þeim sið að ösku af brenndum pálmagreinum frá árinu áður var dreift yfir höfuð iðrandi kirkjugesta … Halda áfram að lesa Nei, hann heitir ekki Öskurdagurinn heldur Öskudagurinn þótt í dag þyki sumum verslunareigendum og vegfarendum meira fara fyrir hrópum og köllum krakkahópa kallandi „það er allt nammi búið þarna, við ætlum upp í Kringlu núna!“ En hvar er þessi aska sem dagurinn heitir eftir, hefur einhver séð hana?
Tag: febrúar
Sprengidagurinn er í dag og á einhver túkall handa IKEA? Þau virðast vera komin í einhverjar fjárkröggur þetta árið og auglýsa saltkjöt og baunir á túkall. Ég á nokkra túkalla en myndi aldrei borða saltkjöt og baunir í vöruhús mötuneyti, aldrei nokkurntímann
Eiga einhver á ennþá til í fórum sínum túkall? Ef svo auglýsir IKEA saltkjöt og baunir á túkall í dag, spurning hvort þau meina þetta bókstaflega eða ekki því ég á nokkra túkalla en myndi aldrei borða þennan þjóðlega rétt í vöruhús mötuneyti IKEA né nokkru öðru vöruhúsi eða stórmarkaði. Í eldhúsinu hér heima hafa … Halda áfram að lesa Sprengidagurinn er í dag og á einhver túkall handa IKEA? Þau virðast vera komin í einhverjar fjárkröggur þetta árið og auglýsa saltkjöt og baunir á túkall. Ég á nokkra túkalla en myndi aldrei borða saltkjöt og baunir í vöruhús mötuneyti, aldrei nokkurntímann
Íslendingar eru að miklum hluta til farnir að þenja sig út af bollum sunnudaginn á undan svo brátt getum við sjálfsagt farið að kalla sjálfan bolludaginn annan í bolludegi
Bolludagurinn er í dag 24. febrúar á mánudegi eins og venjulega í föstuinngangi lönguföstu 7 vikum fyrir páska. Föstuinngangur kallast síðustu þrír dagarnir fyrir lönguföstu sem hefst formlega á miðvikudegi á öskudaginn og föstuinngangurinn eru sunnudagurinn fyrir bolludag, bolludagurinn sjálfur og sprengidagur þar sem öskudagurinn telst fyrsti dagurinn í lönguföstu. Bolludagurinn getur lent á 2. … Halda áfram að lesa Íslendingar eru að miklum hluta til farnir að þenja sig út af bollum sunnudaginn á undan svo brátt getum við sjálfsagt farið að kalla sjálfan bolludaginn annan í bolludegi
Hin að ég tel lítt þekkta saga Konudagsins sem þær sjálfar skópu á síðustu öld með óeigingjörnu starfi sínu en hefur breyst yfir í vera mesti söludagur blómasala
Nú raða tyllidagar íslenska almanaksins sér hver á eftir öðrum þetta árið. Þorraþræll var í gær sem ætíð er á undan fyrsta degi góu, Konudeginum sem er í dag en ekki nóg með það, góutunglið fellur líka á daginn í dag þetta árið. Sem og að sökum þess hvenær páskar eru í ár hefst föstuinngangurinn … Halda áfram að lesa Hin að ég tel lítt þekkta saga Konudagsins sem þær sjálfar skópu á síðustu öld með óeigingjörnu starfi sínu en hefur breyst yfir í vera mesti söludagur blómasala
Á léttu nótunum má segja að í ár sé dagur elskenda og ástvina sérstaklega helgaður stormasömum samböndum ;)
Valentínusardagurinn er helgaður ástinni og haldinn hátíðlegur á messudegi heilags Valentínusar þann 14. febrúar ár hvert. Þó er hann ekki neinn messudagur lengur hér á landi ef hann var það þá nokkurntímann og því nokkuð kostulegt að við séum búin að sækja okkur gamlan dýrlingadag frá 14. öld til að halda upp á nú á þeirri 21.