Nákvæmlega 10:02 21.12 2020 eru Vetrarsólstöður á Íslandi þetta árið

Vetrarsólstöður eða Vetrarsólhvörf, er sú stund þegar sól fer lengst frá miðbaug himins til suðurs og dagur því stystur á Norðurhveli jarðar. Þetta árið, 2020 hér á Íslandi úti í Ballarhafi upp undir Norðurheimskautsbaug eru Vetrarsólstöður í dag, 21. desember klukkan 10:02 nákvæmlega.

Eins er í dag fyrsti kvartil Jólatungls þessa árs sem kviknaði mánudaginn var þann 14. desember kl. 16:17 en það mun ná fyllingu sinn kl. 03:28 þann 30. desember.

Sólstöður eru tvisvar á ári. Vetrarsólstöður á bilinu 20.-23. desember þegar dagurinn er stystur og Sumarsólstöður á tímabilinu 20.-22. júní er dagurinn lengstur og vart kemur nótt.

Breytileiki dagsetninganna stafar fyrst og fremst af hlaupársdögum en Vetrarsólstöður eru þó langoftast þann 21. desember, stöku sinnum þann 22. en sjaldan 23.

▶︎ Lesa má nánar um Sólstöður almennt, jafnt að vetri sem sumri á Almanaksvefnum

Skildu eftir skilaboð

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.