Vetrarsólstöður eða Vetrarsólhvörf, er sú stund þegar sól fer lengst frá miðbaug himins til suðurs og dagur því stystur á Norðurhveli jarðar. Þetta árið, 2020 hér á Íslandi úti í Ballarhafi upp undir Norðurheimskautsbaug eru Vetrarsólstöður í dag, 21. desember klukkan 10:02 nákvæmlega. Eins er í dag fyrsti kvartil Jólatungls þessa árs sem kviknaði mánudaginn … Halda áfram að lesa Nákvæmlega 10:02 21.12 2020 eru Vetrarsólstöður á Íslandi þetta árið
Tag: 2020
Dagatalið á forsíðu Almanaksins komið í lag
Dagatalið á forsíðu Almanaksins er komið í lag og birtast almanaksdagar þess nú allir á sínum stað. Biluninn varði því aðeins í um einn sólarhring. Það var ekki mér sem tókst að laga þetta, heldur var dagatalið bara komið aftur eins og það á að vera án þess að ég gerði neitt, rétt eins og … Halda áfram að lesa Dagatalið á forsíðu Almanaksins komið í lag
Tilkynning 30. júní 2020
Vegna einhverra vankvæða hjá Google birtast almanaksdagarnir ekki í forsíðudagatalinu. Er að vinna í því að finna út hversvegna svo er og hvort ég geti lagað þetta. Mun tilkynna um leið og ég er búinn að finna út úr því hvað veldur þessu eða laga. Þetta virðist vera einhverjir samskiptaörðuleikar á milli Google dagatalsins og … Halda áfram að lesa Tilkynning 30. júní 2020
Nýtt tungl kviknaði kl. 06:41 í austri eftir sólstöður – Og hvað skal svo barnið heita?
Svo vildi til þetta árið 2020 að sumarsólstöður lögðust við fæðingu nýs tungls sem markar upphaf nýs tunglmánaðar og fast við fylgir sólmánuður sem líklegt er að hafi verið sólstöðumánuður hins forna misseristals sem var það tímatal sem sem landnámsfólk á Íslandi notaði og var þróað hér á landi áfram aldirnar meðan notkun þess var … Halda áfram að lesa Nýtt tungl kviknaði kl. 06:41 í austri eftir sólstöður – Og hvað skal svo barnið heita?
Fullt roðagilt Jarðaberjatungl heimsækir okkur í kvöld þann 5. júní 2020
Tungl verður fullt að kveldi 5. júní þetta árið klukkan 19:12 og ef veður leyfir mun verða hægt að sjá það lágt á lofti og rauðleit líkt og júní tunglið vanalega er. Samkvæmt Almanaki Háskólans rís tunglið ekki fyrr en klukkan 23:23 um kvöldið svo við munum ekki sjá það á þeirri mínútu sem það … Halda áfram að lesa Fullt roðagilt Jarðaberjatungl heimsækir okkur í kvöld þann 5. júní 2020
Skildi ég geta borgað fasteignagjöldin mín með landnámshænu eggjum líkt og leiguliðar áður fyrr ólu yfir vetur lömb fyrir landeigendur sem „fasteignaskatt“ þess tíma?
Í dag er Eldaskiladagur en hann er 10. maí ár hvert. Hann var sá dagur á Íslandi þar sem landeigendum og prestum var skilað fé sem leiguliðar eða sóknarbörn höfðu haft í eldi fyrir þá um veturinn. Eins voru aðrar greiðslur oft miðaðar við þennan dag. Þetta var því „skattgreiðsludagur“ með aðferð sem áður tíðkaðist. … Halda áfram að lesa Skildi ég geta borgað fasteignagjöldin mín með landnámshænu eggjum líkt og leiguliðar áður fyrr ólu yfir vetur lömb fyrir landeigendur sem „fasteignaskatt“ þess tíma?
Þótt sumardagurinn fyrsti árið 2020 lendi því miður í miðju samkomubanni, lenda sumargjafirnar ekki í því
Sumardagurinn fyrsti er eini dagur íslenska misseristalsins sem er almennur frídagur og opinber fánadagur á Íslandi sem sýnir okkur hvað best hve þessi dagur hefur að öllum líkindum verið einn mesti hátíðisdagur Íslendinga í gegnum aldirnar því það hefur engum tekist að afnema hann jafnvel þótt Danakonungur hafi reynt það með lagaboði 1744 þá létu … Halda áfram að lesa Þótt sumardagurinn fyrsti árið 2020 lendi því miður í miðju samkomubanni, lenda sumargjafirnar ekki í því
Ólíft gat verið í kirkjum hér áður fyrr sökum óþefs af vindgangi messugesta, já ýmislegt hafa mennirnir mátt þola gegnum aldirnar
Í dag er skírdagur, sem dregur nafn sitt af lýsingarorðinu skír, merkjandi hreinn, óblandaður; skær, bjartur; saklaus og vísar nafnið þannig til þess að Jesús þvoði fætur lærisveina sinna þennan dag samkvæmt frásögn í Biblíunni. Sögnin skíra merkir einnig að hreinsa og hin upphaflega merking þess að barn sé skírt er þess vegna hreinsun. Fátt … Halda áfram að lesa Ólíft gat verið í kirkjum hér áður fyrr sökum óþefs af vindgangi messugesta, já ýmislegt hafa mennirnir mátt þola gegnum aldirnar
Baráttunni sem hófst fyrir rúmri öld er því miður ekki enn lokið og því full ástæða til að minna á baráttu mál kvenna þann 8. mars ár hvert um allann heim
Í dag, 8. mars er hinn árlegi Baráttudagur kvenna sem rekja má allt aftur til 1909 og Íslenskar konur tóku upp sem baráttudag um 1932. Barátta kvenna sem í upphafi var fyrst og fremst fyrir kosningarétti kvenna til jafns á við karlmenn, sem tókst að berja í gegn víðast hvar þótt ekki hafi ennþá allar … Halda áfram að lesa Baráttunni sem hófst fyrir rúmri öld er því miður ekki enn lokið og því full ástæða til að minna á baráttu mál kvenna þann 8. mars ár hvert um allann heim
Nei, hann heitir ekki Öskurdagurinn heldur Öskudagurinn þótt í dag þyki sumum verslunareigendum og vegfarendum meira fara fyrir hrópum og köllum krakkahópa kallandi „það er allt nammi búið þarna, við ætlum upp í Kringlu núna!“ En hvar er þessi aska sem dagurinn heitir eftir, hefur einhver séð hana?
Öskudagur er í vestrænni kristni fyrsti dagur lönguföstu sem hefst í 7. viku fyrir páska og getur hann verið á bilinu 4. febrúar til 10. mars. Dagurinn hefur lengi verið mikilvægur í kaþólska kirkjuárinu og nafnið á rætur í þeim sið að ösku af brenndum pálmagreinum frá árinu áður var dreift yfir höfuð iðrandi kirkjugesta … Halda áfram að lesa Nei, hann heitir ekki Öskurdagurinn heldur Öskudagurinn þótt í dag þyki sumum verslunareigendum og vegfarendum meira fara fyrir hrópum og köllum krakkahópa kallandi „það er allt nammi búið þarna, við ætlum upp í Kringlu núna!“ En hvar er þessi aska sem dagurinn heitir eftir, hefur einhver séð hana?