Jólatúngl nefnist það Nýtt Túngl sem fæðist í þeim Túnglmánuði sem Þrettándinn lendir í. 2019 fæðist Jólatúnglið klukkan 05:13 aðfaranótt Annars í Jólum.
Author: Bragi Halldorsson
Í dag 22. Desember er hinn merki dagur Hlakkandi
Í dag er hinn merki dagur Hlakkandi. Dagurinn fyrir Þorláksmessu að vetri það er 22. desember þegar allt tilstandið fyrir Jólin er í hápunkti var áður fyrr (og kannski enn þá einhvers staðar) kallaður Hlakkandi enda tilhlökkun fólks búin að magnast upp og nálægt suðupunkti sínum á sjálfum Jólunum. Þó virðist sem þetta hafi verið … Halda áfram að lesa Í dag 22. Desember er hinn merki dagur Hlakkandi
Askasleikir óvitandi Hundi þínum bjargað gæti undan
Askasleikir kemur sjötti Jólasveina til byggða þann 17. Desember og hugsanlega með hnupli sínu gerði mörgum meiri greiða en nokkur vissi af. Það kom nefnilega Íslendingum illa í koll að setja aska sína frá sér ef eitthvað var í þeim eftir fyrir Hunda og Ketti að sleikja að innan því þeim ómeðvitandi barst hinn mikli … Halda áfram að lesa Askasleikir óvitandi Hundi þínum bjargað gæti undan
Pottasleikir Pottaskefill allt eftir því hvernig á honum liggur
Pottasleikir Pottaskefill allt eftir því hvernig á honum liggur fimmti kemur Jólasveina til byggða 16. Desember og ekki mínútu seinna
Frosthörku sísoltinn 15. Des Þvörusleikir þvengmjór til byggða
Þann 15. Desember staulast Þvörusleikir þvengmjór og sísoltinn til byggða
Kvennafrídagurinn
Kvennafrídagurinn er Baráttudagur Íslenskra Kvenna fyrir jöfnum kjörum á við karla og var fyrst haldinn á Íslandi 24. Október 1975 í tilefni þess að Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna helgaði það ár málefnum kvenna og varð 24. Október fyrir valinu þar sem hann er Alþjóðlegur Dagur Sameinuðu þjóðanna.
Haustmánuður
Haustmánuður sem einnig verið nefndur Garðlagsmánuður í Snorra Eddu er tólfti mánuður ársins og sjötti og þar með síðasti mánuður Sumarmisseris Íslenska Misseristalsins.
Fyrir ykkur sem eruð að skoða Almanakið í síma
Google dagatalið sem ég nota til þess að setja þetta litla Almanak mitt saman býður upp á mjög fáa möguleika á að stýra framsetningu þess og þegar þessi síða er skoðuð í síma kemur mánaðaryfirlitið sem er hin hefðbundna framsetning Google dagatalsins ekki vel út og nöfn hátíðanna vart læsileg. Svo til þess að geta skoðað eingöngu Hátíðis– og Tyllidaga auk kvartilaskipta tunglsins skal smellt á flipann Dagskrá og birtast þá eingöngu merkir dagar sem listi.
15:54 21. Júní 2019
Sumarsólstöður árið 2019 eru 21. Júní klukkan nákvæmlega 15:54 að Íslenskum tíma.
Búinn að uppfæra Íslenska Almanakið fyrir árin 2019 og 2020
Er búinn að uppfæra og setja inn alla Íslenska hátíðis- og tyllidaga fyrir árin 2019 og 2020. Auk þessum nokkru dögum og tilefnum sem mig hefur langað til að hafa með eins og komu jólasveinanna til byggða.