Hérlendis hefur þrettándinn öðru fremur verið lokadagur Jóla en eftir tímatals breytinguna árið 1700 munaði ekki miklu að hann bæri upp á sama dag og Jólin hefðu annars byrjað samkvæmt gamla Júlíanska tímatalinu. Íslendingar undu því illa að færa jólin til með þessarri tímatalsbreytingu og var til dæmis í fyrsta almanakinu eftir tímatalsbreytinguna sem Jón … Halda áfram að lesa Ekki eru allir Þrettándaelda kulnaðir
Category: Um hina ýmsa daga
Greinar um hina ýmsu daga og annað almanaks tengt
Deildarmyrkvi á sólu rétt fyrir kviknun Vetrartungls klukkan 10:49 í dag
Í dag, nákvæmlega kl. 10:49 kviknar nýtt tungl, Vetrartungl en svo nefnist það nýtt tungl, það er fæðing þess tunglmánaðar sem er tveim tunglmánuðum á undan Jólatungli og kviknar það ætíð nærri upphafi vetrarmisseris sem er viðeigandi við nafn þess en vetrarmisseri íslenska misseristalsins hófst einmitt síðasta laugardag með Fyrsta vetrardegi, fyrsta degi Gormánaðar.Í þetta … Halda áfram að lesa Deildarmyrkvi á sólu rétt fyrir kviknun Vetrartungls klukkan 10:49 í dag
Að hoppa með brækurnar á hælunum á Bóndadaginn er hauga lygi og Þórður á Sæbóli er maður dagsins
Elsta heimild um Bóndadaginn, fyrsta dag Þorra er frá 1728, skrifuð og send Árna Magnússyni af Jóni Halldórssyni í Hítardal fæddum 1665. Þar nefnir hann þessa gaman og lygasögu um að á Bóndadag skyldi húsbóndinn á skyrtunni einni saman, bæði berlæraður og berfættur, en í annarri skálminni og láta hina lafa og draga hana á … Halda áfram að lesa Að hoppa með brækurnar á hælunum á Bóndadaginn er hauga lygi og Þórður á Sæbóli er maður dagsins
Nákvæmlega 10:02 21.12 2020 eru Vetrarsólstöður á Íslandi þetta árið
Vetrarsólstöður eða Vetrarsólhvörf, er sú stund þegar sól fer lengst frá miðbaug himins til suðurs og dagur því stystur á Norðurhveli jarðar. Þetta árið, 2020 hér á Íslandi úti í Ballarhafi upp undir Norðurheimskautsbaug eru Vetrarsólstöður í dag, 21. desember klukkan 10:02 nákvæmlega. Eins er í dag fyrsti kvartil Jólatungls þessa árs sem kviknaði mánudaginn … Halda áfram að lesa Nákvæmlega 10:02 21.12 2020 eru Vetrarsólstöður á Íslandi þetta árið
Dagatalið á forsíðu Almanaksins komið í lag
Dagatalið á forsíðu Almanaksins er komið í lag og birtast almanaksdagar þess nú allir á sínum stað. Biluninn varði því aðeins í um einn sólarhring. Það var ekki mér sem tókst að laga þetta, heldur var dagatalið bara komið aftur eins og það á að vera án þess að ég gerði neitt, rétt eins og … Halda áfram að lesa Dagatalið á forsíðu Almanaksins komið í lag
Nýtt tungl kviknaði kl. 06:41 í austri eftir sólstöður – Og hvað skal svo barnið heita?
Svo vildi til þetta árið 2020 að sumarsólstöður lögðust við fæðingu nýs tungls sem markar upphaf nýs tunglmánaðar og fast við fylgir sólmánuður sem líklegt er að hafi verið sólstöðumánuður hins forna misseristals sem var það tímatal sem sem landnámsfólk á Íslandi notaði og var þróað hér á landi áfram aldirnar meðan notkun þess var … Halda áfram að lesa Nýtt tungl kviknaði kl. 06:41 í austri eftir sólstöður – Og hvað skal svo barnið heita?
Fullt roðagilt Jarðaberjatungl heimsækir okkur í kvöld þann 5. júní 2020
Tungl verður fullt að kveldi 5. júní þetta árið klukkan 19:12 og ef veður leyfir mun verða hægt að sjá það lágt á lofti og rauðleit líkt og júní tunglið vanalega er. Samkvæmt Almanaki Háskólans rís tunglið ekki fyrr en klukkan 23:23 um kvöldið svo við munum ekki sjá það á þeirri mínútu sem það … Halda áfram að lesa Fullt roðagilt Jarðaberjatungl heimsækir okkur í kvöld þann 5. júní 2020
Skildi ég geta borgað fasteignagjöldin mín með landnámshænu eggjum líkt og leiguliðar áður fyrr ólu yfir vetur lömb fyrir landeigendur sem „fasteignaskatt“ þess tíma?
Í dag er Eldaskiladagur en hann er 10. maí ár hvert. Hann var sá dagur á Íslandi þar sem landeigendum og prestum var skilað fé sem leiguliðar eða sóknarbörn höfðu haft í eldi fyrir þá um veturinn. Eins voru aðrar greiðslur oft miðaðar við þennan dag. Þetta var því „skattgreiðsludagur“ með aðferð sem áður tíðkaðist. … Halda áfram að lesa Skildi ég geta borgað fasteignagjöldin mín með landnámshænu eggjum líkt og leiguliðar áður fyrr ólu yfir vetur lömb fyrir landeigendur sem „fasteignaskatt“ þess tíma?
Þótt sumardagurinn fyrsti árið 2020 lendi því miður í miðju samkomubanni, lenda sumargjafirnar ekki í því
Sumardagurinn fyrsti er eini dagur íslenska misseristalsins sem er almennur frídagur og opinber fánadagur á Íslandi sem sýnir okkur hvað best hve þessi dagur hefur að öllum líkindum verið einn mesti hátíðisdagur Íslendinga í gegnum aldirnar því það hefur engum tekist að afnema hann jafnvel þótt Danakonungur hafi reynt það með lagaboði 1744 þá létu … Halda áfram að lesa Þótt sumardagurinn fyrsti árið 2020 lendi því miður í miðju samkomubanni, lenda sumargjafirnar ekki í því
Ólíft gat verið í kirkjum hér áður fyrr sökum óþefs af vindgangi messugesta, já ýmislegt hafa mennirnir mátt þola gegnum aldirnar
Í dag er skírdagur, sem dregur nafn sitt af lýsingarorðinu skír, merkjandi hreinn, óblandaður; skær, bjartur; saklaus og vísar nafnið þannig til þess að Jesús þvoði fætur lærisveina sinna þennan dag samkvæmt frásögn í Biblíunni. Sögnin skíra merkir einnig að hreinsa og hin upphaflega merking þess að barn sé skírt er þess vegna hreinsun. Fátt … Halda áfram að lesa Ólíft gat verið í kirkjum hér áður fyrr sökum óþefs af vindgangi messugesta, já ýmislegt hafa mennirnir mátt þola gegnum aldirnar