Frídagar á Íslandi árið 2024

Af hinum 16 lögbundnu Frídögum á Íslandi er ekki hægt með góðri samvisku að segja að þeir séu að fullu og öllu 16 eins og rakið er ítarlega í greininni Frídagar á Íslandi. Það er að segja að ekki eru þeir allir frí í þeim skilningi að ef um þriðjudag væri að ræða sem annars ætti að vera vinnudagur að ef hann væri frídagur þá þyrfti ekkert að vinna þann dag.

Í tilfelli Aðfanga- og Gamlársdags sem dæmi eru þeir ekki frídagar nema til hálfs, auk þess sem Páska- og Hvítasunnudagur eru ætíð á sunnudegi en allir sunnudagar teljast til frídaga hvort eð er svo í rauninni eru þessir dagar ekkert aukafrí verandi þegar frídagar sem sunnudagar.

Svo þegar spurt er „Hvað eru margir frídagar árið 2024“ eru svörin oft að minnstakosti þrjú eftir því hvernig talið er og þá þarf maður fyrst að ákveða, því þetta eru engin geimvísindi, allt er þetta spurning um ákvarðanir, ákvarðanir eins og hvort telja eigi Páska- og Hvítasunnudag með sem frídaga sem og hvernig á að telja Aðfanga- og Gamlársdag.

En þar sem þegar er búið að fara ítarlega yfir þessi atriði í annarri grein hér á Vefalmanakinu þarf ekki að gera það aftur heldur horfa á árið 2024 og svara spurningunni „Hvað eru margir frídagar árið 2024.“

Fyrst er upp að telja hvaða dagar þetta eru en á Íslandi eru 16. dagar Lögbundnir Frídagar og eru þeir eftirfarandi.

Hinir 16 Lögbundnu Frídagar á Íslandi

Hvað eru margir þeirra í raun og veru frí 2024

Til þess að gera langa sögu stutta þá eru allir 16 frídagarnir raunverulegt frí árið 2024. Sem sagt fullt hús stiga. Það er að segja fyrir utan Páska- og Hvítasunnudag sem þegar eru alltaf frídagar verandi sunnudagar, þá lendir engin af hinum 14 frídögunum á laugar- eða sunnudegi.

En það er ekki sama frídagur og frídagur, þeir geta verið mis góðir. Best finnst fólki ef frídagar sem á annaðborð geta það, sem eru þeir dagar sem bundnir eru við ákveðna dagatalsdaga eins og 1. maí og 17 júní, lenda á föstu- eða mánudögum svo úr verði minnst þriggja daga helgi.

Það sem fólk horfir mest til í því sambandi eru þó Jól og Áramót. Því þar sem það er slétt vika á milli Aðfanga- og Gamlársdags annarsvegar og Jóla- og Nýársdags hinsvegar þá á hvaða vikudögum þeir lenda getur orðið að heljarinnar fríi eða nánast engu eins og gerðist fyrir stuttu síðan að Jólin urðu önnur af stystu mögulegu fríútgáfa þeirra og þar með Áramótin einnig og uppskar fólk aðeins einn alvöru frídag, eða tvo, eftir því hvernig er talið.

Svo þótt við séum svo heppin þetta árið að allir þessir 16, 14 eða 13 Lögbundnu frídagar séu raunverulega frídagar, þá vill mikill meira og vita, „en hvernig frídagar?“

Skoðum það. Hér eru dagsetningar og vikudagar þessara 16 daga eins og þeir eru árið 2024.

Mánaðar- og vikudagar frídaga árið 2024

Frídagarnir 16MánaðardagurVikudagur
Nýársdagur1. janúarMánudagur
Skírdagur28. marsFimmtudagur
Föstudagurinn langi29. marsFöstudagur
Páskadagur31. marsSunnudagur
Annar í Páskum1. aprílMánudagur
Sumardagurinn fyrsti25. aprílFimmtudagur
Fyrsti Maí -Verkalýðsdagurinn1. maíMiðvikudagur
Uppstigningardagur9. maíFimmtudagur
Hvítasunnudagur19. maíSunnudagur
Annar í Hvítasunnu20. maíMánudagur
Þjóðhátíðardagur Íslands17. júníMánudagur
Frídagur verslunarmanna5. ágústMánudagur
Aðfangadagur (frá kl. 13)24. desemberÞriðjudagur
Jóladagur25. desemberMiðvikudagur
Annar í Jólum26. desemberFinntudagur
Gamlársdagur (frá kl. 13)31. desemberÞriðjudagur

Og þetta táknar hvað

Árið byrjar ágætlega þar sem Nýársdagur er á mánudegi og því byrjar árið á því að bjóða upp á þriggja daga helgi. Næstu frídagar á eftir Nýársdegi eru þeir frídagar sem tengjast Páskadegi og allir bundnir við ákveðna vikudaga, sem og Sumardagurinn Fyrsti sem er á svipuðum eða sama tíma eftir því hvort Páskarnir eru snemma eða seint á ferðinni svo við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því á hvaða vikudögum þeir lenda, þeir eru allir á sínum stað.

Næstur á eftir Nýjársdegi er það 1. maí sem getur lent á hvaða vikudegi sem er og hann lendir á versta stað að margra mati á miðvikudegi eða eins langt frá helgi og komist verður. Þjóðhátíðardagurinn 17. júní bætir það upp með því að vera á mánudegi svo ef júní verður sæmilega þurr og hlýr mun eflaust vera straumur úr bænum þá þriggja daga helgi.

Enginn frídagur bundinn dagatalsdegi er síða fyrr en Jól og Áramót eftir 17. júní. Það er líka svo að enginn lögbundinn frídagur er frá Frídegi Verslunarmanna til Aðfangadags og fólk verður að láta sér linda venjuleg helgarfrí í fjóra og hálfan mánuð.

Frídagur Verslunarmanna klikkar þó aldrei verandi bundin við mánudag en annað er með Jól og Áramót sem geta lent á hvaða dögum sem er og eru það þeir frídagar sem fólk horfir mest til með ótta eða ánægju allt eftir því á hvaða vikudögum þessir mörgu frídagar lenda.

Fyrstur þeirra er Aðfangadagur og 2024 lendir hann á þriðjudegi. Líkt og ég minntist á hér að ofan er slétt vika milli Jóla og Áramóta svo Gamlársdagur er því líka á þriðjudegi. Jóla-og Nýársdagar á miðvikudegi og Annar í Jólum á fimmtudegi.

Það er því ekki ólíkt og með líklegar óvinsældir þess að 1. maí lendi á miðvikudegi, þar sem lengra kemst frídagur ekki frá helgi, að ekki er víst að allt fólk verði ánægt með að Jól og Áramót skuli einnig planta sér í miðja viku og engin þessarra mörgu frídaga leggjast að helgi.

Mánudagur og til hádegis á Aðfangadag vinnudagar fyrir Jól og föstudagur milli Annars í Jólum og helgarinnar þar á eftir. Svo eftir þá helgi er það eins, vinnudagur á mánudegi og til hádegis á Gamlársdag síðan fimmtu-og föstudagur vinnudagar eftir Nýársdag yfir í fyrstu helgi ársins 2025.

Það mætti seilast í tungutak veðurfræðinga og kalla þetta frí með köflum. Engin af þessum frídögum leggst að helgi og styst er einn virkur dagur eftir Annan í Jólum; annars er það einn og hálfur til tveir dagar til næstu helgar.

En á móti má minna fólk á eins frídags Jólin og Áramót fyrir ekki löngu síðan og samanborið við það verður þetta að teljast til lúxusvandamála. Einnig í ljósi þess að árið 2024 fá Íslendingar fullt hús stiga, hvort sem fólk vill telja Lögbundna frídaga hér á landi 16, 14 eða 13.

Segir maður þá ekki í lokin til hamingju 🙂 Því svona er ekki í boði hvert einasta ár, þar sem frídagarnir geta ef taldir vera 13 orðið fæstir af þeim aðeins 8 raunverulegir frídagar þegar allar verstu útgáfur sem bjóðast til að tapa frídögum lenda á einu og sama árinu.

Svo þótt 1. maí lendi á miðvikudegi og Jól og Áramót séu frekar köflótt frí ef kalla má svo, er þetta eftir sem áður fullt hús stiga fyrir vinnandi fólk þótt ekki sé ég eins viss hvað atvinnurekendum finnst.

Bragi Halldórsson